................................................. |
Klakinn... kaldur og hressandi
| ||||||
sunnudagur, september 23, 2007
Nýtt blogg ! Hef ákveðið að skipta um vettvang í heimi bloggsins. Slóðin á nýju síðuna er smarijokull.blog.is - endilega kíkið í heimsókn !
þriðjudagur, júlí 24, 2007
Ég er búinn að skrifa nafn mitt undir hérna, þar sem mér finnst framkoma umræddra samtaka ekki til fyrirmyndar og ekki beint hjálpa til við að vekja jákvæða athygli á þeirra málstað. Að mótmæla er auðvitað réttur hvers og eins en að gera það með ólöglegum hætti er auðvitað, ja ólöglegt !
Með því að tefja umferð, setja innkaupakerrur við innganga Kringlunnar (hvað er samt málið með það) og tefja störf og koma fólki og sjálfum sér í hættu á vinnusvæðum eru þau að vekja neikvæða athygli á samtökunum sem og málstað sínum. Annars er það nú bara helst í fréttum að það eru 10 dagar, já 10 dagar í Þjóðhátíð ! Vííííííí.... mánudagur, júlí 23, 2007
Er ekki bara algjör óþarfi að blogga á sumrin ?
Er sestur með tölvuna í hönd og fannst ágæt hugmynd að grafa upp lykilorðið á bloggsíðuna og henda inn nokkrum línum. Sumrið búið að vera svona líka ljómandi fínt. Það hefur einkennst af fótbolta þar sem strákarnir mínir hafa fagnað titlum alveg hreint hægri vinstri. Ekki leiðinlegt fyrir mig Eyjamanninn að vinna Shellmótið heima í Eyjum - gamall draumur þar að rætast ! Svo er þjóðhátíðin framundan. Ekki nema 11 dagar í að fjörið hefjist og ekki laust við að tilhlökkunin sé komin, jafnvel þó maður sé ekki í Eyjum þetta sumarið. Annars er ein stór ákvörðun sem ég á eftir að taka. Á ég að tíma að borga 5500 á mánuði í vetur til að vera með Sýn og Sýn 2 á heimilinu ? Eða ætti ég að láta aðra stöðin duga og "offa" þá annaðhvort Meistaradeildina eða Enska boltann.... Help ! miðvikudagur, júní 06, 2007
Blogg segir fólkið ! Búið að vera vægast sagt crazy að gera undanfarna daga og vikur í því að klára allt í skólanum auk þess sem mikið er um að vera í fótboltanum - bæði í dómgæslu og þjálfun. En nú sér fyrir endann á skólanum, á bara eftir að taka aðeins til í stofunni og svo er allt bú :-)
En það verður svosem nóg að gera í öðru. Pæjumót sem ég verð að vinna á, Árgangsmót hjá 83 árganginum heima í Eyjum, Shellmót í Eyjum og svo Essómót á Akureyri. Svo eru tvær sænskar snótir að koma í heimsókn, einmitt í kvöld og verða hér á landinu í viku. Þær bjuggu s.s. með mér og Þórhildi vinkonu minni þegar við vorum að skiptinemast úti í Malmö og því verð ég í túristaleik næstu dagana með þeim að sýna fallega landið okkar. Svo er ég fluttur ! Já losaði íbúðina um mánaðarmótin (sem var enn einn hluturinn sem þurfti að vesenast í) og er kominn í Hafnarfjörðinn til hennar Sigrúnar minnar, sem er bara asskoti fínt. Nýja ríkisstjórnin er fín - ég er sáttur. Vona bara og trúi að minn flokkur eigi eftir að koma sínu vel á framfæri því þá fyrst verður tekið á þeim málum sem þarf að taka á. sunnudagur, maí 20, 2007
Biðin styttist. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á miðvikudaginn og það er ekki laust við að ég sé orðinn frekar spenntur enda mínir menn í Liverpool að spila gegn AC Milan. Vonandi bara að leikurinn verði endurtekinn frá því fyrir 2 árum síðan.
Annars er nú nóg að gera fram að því. Prófavika hjá krökkunum mínum í 6-A og því nóg að gera í því að fara yfir próf. Svo á morgun verð ég aðstoðardómari í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Örugglega margir sem finnst þetta engan veginn spennandi en ég er nokkuð spenntur og þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ svona "alvöru" leik. Verður spennandi... miðvikudagur, maí 16, 2007
Hvaða stjórn haldið þið að verði komin við völd hér á landi innan skamms ?
VG og D ? S og D ? B, S og VG ? B og D ? D, B og F ? Ég á mér eina óskastjórn, eina stjórn sem ég myndi sætta mig vel við, aðra sem ég myndi sætta mig sæmilega við og tvær sem ég myndi alls ekki sætta mig við. Tell me your thoughts ! föstudagur, maí 11, 2007
Góð setning : Það er ekkert annað en illmennska að byrja á því að afnema hátekjuskatt áður en hafist er handa við að bæta hag aldraðra og öryrkja !
Snýst þetta ekki einfaldlega um rétta forgangsröðun ? Sjálfstæðismenn hafa sýnt hver forgangsröðun þeirra er og hún er engan veginn sanngjörn. Eigum við ekki að leyfa öðrum að komast að ? |
| |||||
maystar designs | maystar designs | maystar designs |