.................................................
Klakinn... kaldur og hressandi

miðvikudagur, júní 06, 2007

 
Blogg segir fólkið ! Búið að vera vægast sagt crazy að gera undanfarna daga og vikur í því að klára allt í skólanum auk þess sem mikið er um að vera í fótboltanum - bæði í dómgæslu og þjálfun. En nú sér fyrir endann á skólanum, á bara eftir að taka aðeins til í stofunni og svo er allt bú :-)

En það verður svosem nóg að gera í öðru. Pæjumót sem ég verð að vinna á, Árgangsmót hjá 83 árganginum heima í Eyjum, Shellmót í Eyjum og svo Essómót á Akureyri. Svo eru tvær sænskar snótir að koma í heimsókn, einmitt í kvöld og verða hér á landinu í viku. Þær bjuggu s.s. með mér og Þórhildi vinkonu minni þegar við vorum að skiptinemast úti í Malmö og því verð ég í túristaleik næstu dagana með þeim að sýna fallega landið okkar.

Svo er ég fluttur ! Já losaði íbúðina um mánaðarmótin (sem var enn einn hluturinn sem þurfti að vesenast í) og er kominn í Hafnarfjörðinn til hennar Sigrúnar minnar, sem er bara asskoti fínt.

Nýja ríkisstjórnin er fín - ég er sáttur. Vona bara og trúi að minn flokkur eigi eftir að koma sínu vel á framfæri því þá fyrst verður tekið á þeim málum sem þarf að taka á.
 


Klakinn - Grunnskólakennari og knattspyrnuþjálfari

Mail : smarij@kopavogur.is

Slinger.tk

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

maystar designs | maystar designs | maystar designs