................................................. |
Klakinn... kaldur og hressandi
| ||||||
þriðjudagur, júlí 24, 2007
Ég er búinn að skrifa nafn mitt undir hérna, þar sem mér finnst framkoma umræddra samtaka ekki til fyrirmyndar og ekki beint hjálpa til við að vekja jákvæða athygli á þeirra málstað. Að mótmæla er auðvitað réttur hvers og eins en að gera það með ólöglegum hætti er auðvitað, ja ólöglegt !
Með því að tefja umferð, setja innkaupakerrur við innganga Kringlunnar (hvað er samt málið með það) og tefja störf og koma fólki og sjálfum sér í hættu á vinnusvæðum eru þau að vekja neikvæða athygli á samtökunum sem og málstað sínum. Annars er það nú bara helst í fréttum að það eru 10 dagar, já 10 dagar í Þjóðhátíð ! Vííííííí.... mánudagur, júlí 23, 2007
Er ekki bara algjör óþarfi að blogga á sumrin ?
Er sestur með tölvuna í hönd og fannst ágæt hugmynd að grafa upp lykilorðið á bloggsíðuna og henda inn nokkrum línum. Sumrið búið að vera svona líka ljómandi fínt. Það hefur einkennst af fótbolta þar sem strákarnir mínir hafa fagnað titlum alveg hreint hægri vinstri. Ekki leiðinlegt fyrir mig Eyjamanninn að vinna Shellmótið heima í Eyjum - gamall draumur þar að rætast ! Svo er þjóðhátíðin framundan. Ekki nema 11 dagar í að fjörið hefjist og ekki laust við að tilhlökkunin sé komin, jafnvel þó maður sé ekki í Eyjum þetta sumarið. Annars er ein stór ákvörðun sem ég á eftir að taka. Á ég að tíma að borga 5500 á mánuði í vetur til að vera með Sýn og Sýn 2 á heimilinu ? Eða ætti ég að láta aðra stöðin duga og "offa" þá annaðhvort Meistaradeildina eða Enska boltann.... Help ! |
| |||||
maystar designs | maystar designs | maystar designs |